Símon Pétur

Pétur, eftir ítalska málarann Francesco del Cossa, 1473

       Símon Pétur

Hugtakið „lærisveinn“  er notað yfir þá einstaklinga sem fylgja ákveðnum leiðtoga, það eru lærlingar eða nemar. Fylgjendur Jesú voru margir og voru kallaðir lærisveinar Jesú. Lærisveinarnir voru bæði  konur og karlar og þessi hópur fylgdi Jesú og studdi við starf hans. Nánustu lærisveinar eða vinir Jesú eru taldir upp í Matteusarguðspjalli og eru kallaðir postular. Postuli þýðir sendiboði. Í Matteusarguðspjalli stendur:

Nöfn postulanna tólf eru þessi: Fyrstur Símon, sem kallast Pétur, og Andrés bróðir hans, þá Jakob Sebedeusson og Jóhannes bróðir hans, Filippus og Bartólómeus,Tómas og Matteus tollheimtumaður, Jakob Alfeusson og Taddeus, Símon vandlætari og Júdas Ískaríot, sá er sveik hann. (Matt 10.2-4)

Símon Pétur var fiskimaður í Galíleu þegar Jesús kallaði hann til fylgdar við sig. Pétur yfirgaf allt og fylgdi Jesú. Hann varð einn þekktasti lærisveinn Jesú. Það var  einmitt Pétur, þessi hvatvísi og opni lærisveinn, sem hélt því fram og trúði að Jesús Kristur væri sannarlega sonur Guðs en ekki bara klár maður með sérstaka eiginleika. Þess vegna gaf Jesús honum nafnið ,,Kefas“ á grísku ,,Petros“ eða Pétur sem þýðir klettur. Jesús sagði við Pétur að hann væri klettur, sá klettur sem hann vildi byggja kirkju sína á. Í  Matteusarguðspjalli 16 :13 -19 stendur:

Þegar Jesús kom í byggðir Sesareu Filippí spurði hann lærisveina sína: „Hvern segja menn Mannssoninn vera?“
Þeir svöruðu: „Sumir Jóhannes skírara, aðrir Elía og enn aðrir Jeremía eða einn af spámönnunum.“
Hann spyr: „En þið, hvern segið þið mig vera?“
Símon Pétur svarar: „Þú ert Kristur, sonur hins lifanda Guðs.“
Þá segir Jesús við hann: „Sæll ert þú, Símon Jónasson! Enginn maður hefur opinberað þér þetta heldur faðir minn í himninum. Og ég segi þér: Þú ert Pétur,  kletturinn, og á þessum kletti mun ég byggja kirkju mína og máttur heljar mun ekki á henni sigrast. Ég mun fá þér lykla himnaríkis og hvað sem þú bindur ájörðu mun bundið á himnum og hvað sem þú leysir á jörðu mun leyst á himnum.“


Pétur afneitaði meistara sínum, brást Jesú sem hann síst vildi bregðast. Einmitt þess vegna finnst mörgum auðvelt að samsama sig þessum lærisveini Jesú. Hann var ófullkomin manneskja sem fékk að þiggja fyrirgefningu Guðs og varð einn helsti talsmaður kristinnar trúar eins og greint er frá í Postulasögunni. Talið er að Pétur hafi sest að í Róm og liðið þar píslarvættisdauða í ofsóknum Nerós keisara árið 64.
Biblíuþankar Orðskviðirnir 3:5 Treystu Drottni af öllu hjarta en reiddu þig ekki á eigið hyggjuvit.   . . .
Ebeneser Henderson kom til Íslands fyrir 200 árum. Gunnlaugur A. Jónsson prófessor skrifar þann 15. júlí á fésbókarsíðu sína: Í dag 15. júlí eru 200 á . . .
Lestur dagsins

Fyrra Pétursbréf 4:12-14
Opna Fá sent
Fletta í Biblíunni
Leita í Biblíunni
Draga mannakorn